Grafa á kaf: 26 tonna járnklumpur strandaður úti í Jökulsá í Fljótsdal

grafa_jokulsa_0014_web.jpg

Beltakrafa, sem stakkst á kaf í Jökulsá í Fljótsdal skömmu fyrir hádegi í dag var dregin upp á bakka um kvöldmatarleytið í kvöld. Ekki er vitað hversu miklar skemmdir urðu á vélinni.

 

Grafan var að grafa í eyri í Jökulsánni neðan við Víðivallaskóg. Gröfustjórinn virðist hafa farið út í vitlausa eyri. Hann ætlaði að fara yfir kvísl í ánni og yfir á hina eyrina. Vatnið var hins vegar dýpra en hann hugði og fór vélin það djúpt að vatn komst inn í mótorinn og vélin drap á sér.

Björgunarsveitin Hérað var kölluð út um klukkan hálf tólf í morgun. Björgunarsveitarmenn voru komnir á staðinn um klukkutíma síðar og náðu þá gröfustjóranum í land. Hann var farinn að kólna, enda ekki klæddur til útiveru, er bar sig vel og beið hinn rólegasti eftir hjálpinni ofan á vélinni. Honum var komið í land á gúmbát.

Fyrst reyndist önnur grafa að komast að þeirri strönduðu en það gekk ekki. Úr varð úr að fyrst var mokaður garður sem minnkaði rennslið í kvíslinni. Seinni grafan mokaði sig síðan að þeirri strönduðu, krækti í skófluna og dró hana af stað.

Þá var hægt að koma keðju í beltavagn gröfunnar í vatninu og á land þar sem tvær aðrar gröfur drógu hana upp.

Ekki er ljóst hversu mikið grafan skemmdist. Til þess þarf að þurrka hana en líklegt er að mótorinn hafi skemmst.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.