Eiður Ragnars hættir í bæjarstjórn Fjarðabyggðar

eidur ragnarsson mai2014Eiður Ragnarsson, fulltrúi Framsóknarflokks í bæjarstjórn Fjarðabyggðar, hefur sagt sig úr bæjarstjórninni. Ástæðan er að hann er að flytja aftur á æskustöðvarnar í Djúpavogshreppi.

Afsögn Eiðs var samþykkt á síðasta fundi bæjarráðs Fjarðabyggðar og honum þakkað samstarfið á síðustu árum. Sæti hans tekur Hulda Sigrún Guðmundsdóttir.

Frekari breytingar verða þar með á skipan nefnda. Jón Björn Hákonarson tekur við sem formaður eigna- skipulags- og umhverfisnefndar.

Hann hættir á móti í félagsmálanefnd. Hulda Sigrún verður þar formaður og Ásmundur Páll Hjaltason kemur inn í nefndina.

Sæti Eiðs í hafnarstjórn tekur Pálína Margeirsdóttir, bæjarfulltrúi og verður varaformaður stjórnarinnar.

Á sama fundi var samþykkt sú breyting á nefndaskipan Fjarðalistans að Alamar Blær Sigurjónsson verði varamaður í íþrótta- og tómstundanefnd í stað Óskars Ágústs Þorsteinssonar.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.