Þ.S. verktakar buðu lægst í endurbætur á Heiðarendanum
Þ.S. verktakar á Egilsstöðum áttu lægsta boð í endurbætur á Hringveginum um Heiðarenda en tilboð voru opnuð fyrir skemmstu.Um er að ræða 6,5 km kafla frá Heiðarseli að Jökulsá á Dal sem á að styrkja og endurbæta.
Gert er ráð fyrir að vegurinn verði breikkaður og lengt við ræsi. Við það hækka signir vegkaflar.
Verkið er áfangaskipt og á breikkun vegarins að ljúka í ár en gert er ráð fyrir að verkinu verði að fullu lokið þann 1. september 2016.
Kostnaðaráætlun var 137,9 milljónir en tilboð Þ.S. 139,9 milljónir. Héraðsverk á Egilsstöðum lagði einnig fram 150 milljóna tilboð.