Hætt við skerðingar: Vantar rúman metra í Hálslón

karahnjukarLandsvirkjun hefur ákveðið að draga til baka takmarkanir á afhendingu rafmagns til kaupenda ótryggrar orku sem boðaðar voru vegna lágrar stöðu í miðlunarlónunum síðsumars.

Í gær mældist vatnsyfirborðið í lóninu í 623,8 metra hæð en lónið fer á yfirfall í 625 metra hæð og telst þá orðið fullt.

Í lok ágúst vantaði hins vegar um 20 metra í lónið og var viðskiptavinum þá tilkynnt að líklega þyrfti að draga úr raforkuframboði í vetur.

Septembermánuður var hins vegar mjög hlýr sem leiddi til jökulleysinga og þar með mikils vatnsrennslis inn í lónið.

Mánuðurinn nær samt ekki fyllilega að vega upp slaka sumarmánuði en ekki er talið að grípa þurfi til takmarkana nú. Veðurfarið í vetur ræður á móti hvort takmarka þurfi afhendingu í byrjun næsta árs.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.