Fjarðabyggð og VA semja um verknámskynningar

verknamsvika-undirritunFjarðabyggð og Verkmenntaskóli Austurlands undirrituðu um helgina samning um verknámskynningar í vinnuskóla sveitarfélagsins. 

Samningurinn byggir á tilraunaverkefni, en undanfarin tvö ár hefur v
erknámsvika verið fastur hluti vinnuskólanum fyrir nemendur í 9. bekk. Kynningin hefur farið fram fyrstu viku vinnuskólans og hefur þetta fyrirkomulag að sögn mælst vel fyrir hjá bæði starfsfólki skólans og unga fólkinu, sem gefst með þessu móti kostur á að kynna sér námsframboð skólans.

Með nýjum samstarfssamningi Fjarðabyggðar og Verkmenntaskóla Austurlands er þessi fjölbreytta verknámskynning nú orðin viðtekinn hluti af Vinnuskóla Fjarðarbyggðar.

Það voru þeir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, og Elvar Jónsson, skólameistari VA, sem undirrituðu samninginn á Tæknidegi fjölskyldunnar, sem fram fór sl. laugardag í Verkmenntaskóla Austurlands.

Í tilkynningu á heimasíðu sveitarfélagsins kemur fram að auk þess sem verknámsvikan auki fjölbreytileika vinnuskólans, feli þetta samstarf sveitarfélagsins og VA í sér stuðning við námsframboð í heimabyggð. Þá sé verkefnið á pari við önnur sambærileg verkefni sem hafa að markmiði að auka veg verknáms hér á landi.

Mynd: Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri og Elvar Jónsson, skólameistari VA, takast í hendur að undirritun lokinni. www.fjardabyggd.is

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.