Smygl í Norrænu: Fóru í dýra Íslandsferð þrátt fyrir að vera í fjárhagskröggum

norronaHollensk kona sem grunuð er um að hafa staðið í stórfelldu fíkniefnasmygli ásamt með Norrænu í byrjun september er laus úr gæsluvarðhaldi en sætir nú farbanni. Ósamræmi þykir vera í framburði hjónanna.

Komið er inn á ósamræmið í gæsluvarðhaldsúrskurði Norðurlands eystra frá í síðustu viku. Maðurinn hefur játað sök í málinu en heldur því fram að konan hafi ekkert vitað um efnin.

Þar kemur fram að konan hafi vitað af fjárhagskröggum eiginmanns síns en þau hafi samt ákveðið að fara í dýra Íslandsferð. Engar skynsamlegar skýringar hafi komið fram á hvaðan hún telji peninga til fararinnar hafa komið og sé hún því enn undir rökstuddum grun um að hafa tekið þátt í smyglinu.

Hæstiréttur felldi í morgun gæsluvarðhaldsúrskurðinn úr gildi en úrskurðaði konuna í staðinn í farbann sem eigi að vera nægt til að tryggja nærveru hennar.

Hún hefur setið í gæsluvarðandi frá 9. september og var fyrst í einangrun. Um 80 kíló af MDMA fundust falin í húsbíl hjónanna við tollskoðun á Seyðisfirði. Brotið varðar allt að 12 ára fangelsi.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.