Hrund hætt í hreppsnefnd Vopnafjarðar

vopnafjordur 02052014 0004 webHrund Snorradóttir hefur látið af störfum sem fulltrúi í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps þar sem hún er flutt af svæðinu.

Hrund var í öðru sæti lista framsóknarmanna og óháðra í sveitarfélaginu fyrir sveitastjórnarkosningarnar í fyrra en listinn kom þremur mönnum að.

Í bréfi Hrundar til sveitarstjórnar þar sem hún óskar leyfis frá störfum bendir hún á að hún hafi flutt lögheimili sitt til Reykjavíkur og þar með misst kjörgengi í hreppnum.

Víglundur Páll Einarsson, sem var í fjórða sæti listans, tekur sæti hennar.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.