Fyrstu farmarnir af sumargotssíld til Vopnafjarðar og Norðfjarðar

bjarni olafsson ak sigadSkipin Lundey NS og Bjarni Ólafsson komu í gærkvöldi með fyrstu farmana af sumargotssíld til Austfjarða. Veiðarnar fara hægt af stað en aflinn náðist að mestu á Jökuldjúpinu vestur af landinu.

Bjarni Ólafsson kom til Norðfjarðar um klukkan 9 í gærkvöldi með um 800 tonna farm en síldin fer öll til manneldis.

Á vef Síldarvinnslunnar er haft eftir Gísla Runólfssyni skipstjóra að síldin virðist seinna á ferðinni en vanalega en hann sé bjartsýnn á að úr rætist.

Börkur NK fór til veiða á sunnudag og er að veiðum vestur af Reykjanesi. Birtingur lagði af stað í gær og fór beint til Helguvíkur.

Á Vopnafirði kom Lundey til hafnar upp úr klukkan eitt í nótt með 660 tonn af síld. Á vef HB Granda er haft eftir Alberti Sveinssyni að síldin sé stór og góð en af henni mætti vera meira.

Bjarni Ólafsson AK 70. Mynd: Sigurður Aðalsteinsson

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.