Skorað á stjórnvöld að endurmeta afstöðuna til viðskiptabanns á Rússa

hb grandi vpfj agust14 0013 webAustfirskir sveitastjórnarmenn vilja að íslensk stjórnvöld endurskoði afstöðu sína á stuðningi við viðskiptabann við Rússland.

Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á þingi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi fyrir skemmstu.

Þar er lýst yfir þungum áhyggjum vegna þeirrar stöðu sem sé að koma upp eftir að Rússar brugðust við með að setja innflutningsbann á íslenskar sjávarafurðir. Fram hefur komið að það kunni að hafa umtalsverð áhrif á austfirskt efnahagslíf.

Skorað er á stjórnvöld að hafa hagsmuni sjávarbyggðanna og störf til sjós og lands í huga í öllum sínum gjörðum á næstunni.

Því er því beint til stjórnvalda að endurmeta afstöðu sína til málsins, meðal annars því mörg störf séu í húfi fyrir Austfirðinga og fyrirliggjandi mikil tekjuskerðing fyrir þau sveitarfélög sem mest reiði sig á sjávarútveg.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.