Arnaldur Máni ráðinn til RÚV

arnaldur mani finnsson okt15Arnaldur Máni Finnsson hefur verið ráðinn í starf frétta- og dagskrárgerðarmanns hjá Ríkisútvarpinu á Austurlandi. Hann kemur til starfa um miðjan nóvember við hlið Rúnars Snæs Reynissonar sem unnið hefur fyrir RÚV í fjórðungnum undanfarin ár.

Arnaldur Máni er guðfræðingur frá Háskóla Íslands. Undanfarin ár hefur hann verið verkefnastjóri í ýmsum menningartengdum verkefnum.

Hann hefur meðal annars verið hluti af verkefnastjórateymi hönnunarverkefnisins Austurland: Designs from Nowhere sem hlaut Hönnunarverðlaun Íslands í fyrra.

Einnig hefur hann starfað sem blaðamaður á Vestfjörðum og skrifað greinar og gagnrýni í menningarvefritið Starafugl.

RÚV auglýsti í vor aftur síðsumars 50% stöðu á Austurlandi. Í hvorugt skiptið tókst að ráða í stöðuna og viðurkenndi svæðisstjóri RÚV að í einhverjum tilfellum hefði lágt starfshlutfall fælt áhugasama frá.

Á þingi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi í byrjun mánaðarins var samþykkt ályktun þar sem skorað var á RÚV að ráða starfsmann í fullt starf, til viðbótar við þann sem fyrir var, til að tryggja þáttagerð af svæðinu og vandaðan fréttaflutning.

Fyrr í haust var gengið frá ráðningu þriggja nýrra frétta- og dagskrárgerðarmanna á landsbyggðinni og eru nú starfandi frétta- og dagskrárgerðarmenn í öllum landshlutum. Þetta er í takt við yfirlýsta stefnu RÚV um að auka starfsemi sína á landsbyggðinni.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.