Valdimar O. nýr rekstarstjóri Brammer

valdimar o hermannsson ssa13Valdimar O. Hermannsson, rekstrarstjóri hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands í Neskaupstað, hefur verið ráðinn rekstarstjóri Brammer á Austurlandi og hefur störf þar eigi síðar en 1. janúar næstkomandi.

Valdimar segist hafa ákveðið að endurskoða stöðu sína eftir rúman áratug hjá HSA sem rekstrarstjóri Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað, auk annarra tilfallandi sérverkefna.

Hann segir vissulega ákveðna eftirsjá í fjölbreyttu ábyrgðarstarfi hjá heilbrigðisstofnun, þar sem þrátt fyrir þrengingar í fjárveitingum hafi verið mikil uppbygging og þróun starfseminnar, sem íbúar Austurlands geti verið stoltir af að hafa aðgang að í fjórðungnum.

Eins sé honum ofarlega í huga sá stuðningur sem fyrirtæki, hollvinasamtök, starfsmenn og einstaklingar hafa sýnt í verki með gjöfum til búnaðar og tækjakaupa. Hann sé ómetanlegur við rekstur sem þennan, þar sem fjárveitingar geri takmarkað ráð fyrir slíku.

Um leið sé spennandi og áhugavert að takast á við nýja hluti og verkefni á öðru sviði hjá Brammer. Valdimar hefur áður starfað við alþjóðleg innkaup, vörustjórnun og rekstur af ýmsu tagi, hjá og með stórfyrirtækjum á Íslandi sem og erlendis.

Valdimar hefur að auki gegnt ýmsum trúnaðarstörfum á sviði austfirskra sveitarstjórnarmála, er bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Fjarðabyggð og fyrrverandi formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.