Alvarlegt bílslys við Eskifjörð

eskifjordur mai14Þrír voru fluttir á Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað eftir alvarlegt umferðarslys fyrir botni Eskifjarðar í morgun þar sem tvær bifreiðar sem komu úr gagnstæðri átt skullu saman.

Beita þurfti klippum til að ná fólkinu út úr annarri bifreiðinni. Þrír einstaklingar voru í öðrum bílnum en tveir í hinum. Sem fyrr segir voru þrír fluttir á Norðfjörð en tveir til skoðunar á heilsugæslustöðinni á Eskifirði.

Mikil ísing var á vettvangi og því afar hált á veginum. Slysið varð við Krók á vegi 92, Norðfjarðarvegi fyrir botni Eskifjarðar.

Lögreglan gefur ekki út nánari upplýsingar að svo stöddu en rannsóknardeild lögreglunnar á Austurlandi rannsakar málið frekar.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.