Dæmdur fyrir falsað vegabréf: Leiðrétta þurfti ákæru
Rúmlega fertugur karlmaður frá Máritaníu var í Héraðsdómi Austurlands dæmdur í þrjátíu daga fangelsi fyrir að framvísa fölsuðu vegabréfi við komu hingað til lands með ferjunni Norrænu.Manninum var í ákæru gefið að sök að hafa framvísað í blekkingarskyni við vegabréfaskoðun hjá landamæraeftirliti lögreglu, frönsku vegabréfi útgefnu á nafni annars manns, sem síðar hafi verið „breytifalsað“, þ.e. falsað að hluta.
Hlífðarfilmu upplýsingasíðu vegabréfsins hafði verið lyft, upprunaleg mynd og persónuupplýsingar fjarlægðar og ný upplýsingasíða límd í vegabréfið.
Þegar málið var tekið fyrir þurfti að bóka um leiðréttingu á áður útgefinni ákæru þar sem að fyrir mistök stóð í ákærunni að ákærði væri frá Máritíus, sem er eyríki í Indlandshafi. Hið rétta er að maðurinn er frá Máritaníu sem er á norðvesturströnd Afríku.
Þessi mistök höfðu þó ekki áhrif á framgang málsins, en ákærði játaði skýlaust sök í því.
Málsmeðferð gekk nokkuð hratt fyrir sig en maðurinn kom til landsins og var handtekinn að morgni 8. október. Ákæra á hendur honum var gefin út samdægurs og málið var tekið fyrir og dómur kveðinn upp degi síðar eða 9. október.
Þegar málið var tekið fyrir þurfti að bóka um leiðréttingu á áður útgefinni ákæru þar sem að fyrir mistök stóð í ákærunni að ákærði væri frá Máritíus, sem er eyríki í Indlandshafi. Hið rétta er að maðurinn er frá Máritaníu sem er á norðvesturströnd Afríku.
Þessi mistök höfðu þó ekki áhrif á framgang málsins, en ákærði játaði skýlaust sök í því.
Málsmeðferð gekk nokkuð hratt fyrir sig en maðurinn kom til landsins og var handtekinn að morgni 8. október. Ákæra á hendur honum var gefin út samdægurs og málið var tekið fyrir og dómur kveðinn upp degi síðar eða 9. október.