Dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir samræði við 14 ára stúlku

heradsdomur domsalurHéraðsdómur Austurlands dæmdi í dag 24 ára gamlan karlmann í fimmtán mánaða fangelsi, þar af þrjá mánuði óskilorðsbundna, fyrir samræði við stúlku sem var tíu árum yngri en hann.

Atvikið átti sér stað í ágúst í fyrra. Maðurinn sótti þá stelpuna á dvalarstað hennar og ók með hana nokkurra kílómetra vegalengd að öðru húsi þar sem atburðurinn átti sér stað.

Í dóminum kemur fram að maðurinn hafi játað brot sitt skýlaust og lýst iðrun. Hann bar við ölvun en það er ekki litið til refsimildunar.

Refsing við brotum af þessu tagi er að minnsta kosti árs fangelsi en meðal annars er litið til þroskamunar á aðilunum við ákvörðun refsingarinnar.

Dómurinn taldi því 15 mánaða fangelsi hæfilega refsingu en þar af eru tólf mánuðir skilorðsbundnir til tveggja ára.

Maðurinn var að auki dæmdur til að greiða henni 250.000 krónur í miskabætur og rúmar 630 þúsund krónur í málskostnað.

Maðurinn hélt því fram að ósannað væri að stelpan hefði orðið fyrir tjóni af hans völdum. Fyrir dóminum lágu vottorð sérfræðinga um að stelpan hefði átt í erfiðleikum eftir að brotið átti sér stað auk þess sem ljóst þyki að brot sem þetta geti valdi margvíslegum sálrænum eiginleikum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar