Fljótsdalshérað keypti reiðhöll á uppboði: Gjörningur sem skýtur skökku við á sparnaðartímum?
Fulltrúar minnihlutans í bæjarstjórn Fljótsdalshérað hafa áhyggjur af forgangsröðun í útgjöldum sveitarfélagsins í ljósi kaupa þess á reiðhöllinni á Iðavöllum á rúmar tuttugu milljónir fyrir skemmstu. Bæði þeir og fulltrúar úr meirihluta hafa áhyggjur af fjármögnun reksturs hallarinnar til framtíðarinnar. Forsvarsmenn meirihlutans saka ríkið um að hafa svikið loforð um stuðning við höllina og að rétt sé að styðja við starf hestamanna eins og annað íþróttastarf.Tvær vikur eru síðan Fasteignafélag Fljótsdalshéraðs keypti höllina á nauðungaruppboði fyrir 22,5 milljónir króna. Daginn áður hafði meirihluti bæjarráðs samþykkt að lögmanni sveitarfélagsins að mæta við lokasöluna og bjóða allt að 40 milljónir króna í eignina.
Í bókun bæjarráðs er gert ráð fyrir að kaupin verði fjármögnuð með lánum og stefnt að því að rekstur hallarinnar standi undir sér í framtíðinni. Til þess verði leitað eftir aðkomu fleiri aðilar að rekstri og eign.
Lengi hefur verið ljóst hvert stefndi. Í lok júní sendi stjórn Hestamannafélagsins Freyfaxa, sem átti höllina á móti sveitarfélaginu, bæjarstjórn áskorun um að „endurmeta afstöðu“ sína gagnvart höllinni í ljósi „yfirvofandi“ uppboðs.
Í áskoruninni er meðal annars minnt á að Freyfaxamenn hafi „alls ekki verið einir á ferð þegar framkvæmdir hófust“ heldur bæjarfulltrúar þáverandi meirihluta Sjálfstæðisflokks og Héraðslistans verið með í stjórn Reiðhallar á Iðavöllum ehf. „Aldrei hefði verið farið af stað í verkefnið nema með fulltingi bæjaryfirvalda.“
Forgangsröðunin á tímum sparnaðar
Bæjarfulltrúar núverandi minnihluta Sjálfstæðisflokks og Héraðslista gagnrýndu ákvörðun meirihluta Á-lista og Framsóknarflokks á síðasta fundi bæjarstjórnar. Þeir gagnrýndu skort á upplýsingum um forsendur og spurðu hvort rétt væri að bjarga reiðhöllinni á sama tíma og leitað væri leiða til að rétta við rekstur sveitarfélagsins.
„Það vantar allt kjöt á beinin,“ sagði Karl S. Lauritzson, Sjálfstæðisflokki. „Mér kemur á óvart forgangsröðun sem höfð er á þegar við erum að leita að sparnaði að sjá þetta dettur niður eins og skýfall.“
Undir þetta tók Ragnhildur Rós Indriðadóttir, Héraðslistanum. „Þessi gjörningur skýtur skökku við í því umhverfi sem við höfum unnið í.“
Sigrún Blöndal, Héraðslistanum, sat hjá við afgreiðslu málsins í bæjarráði. „Við höfum of margar fasteignir nú þegar sem þarfnast mikils viðhalds sem við ráðum ekki við til þess að við getum bætt þessari við.“
Höllin jafnmikilvæg hestamönnum og sundlaugin sundfólki?
Stjórn Freyfaxa fór í sumar fram á að bæjarfulltrúar sýndu „ábyrgðartilfinningu gagnvart framkvæmdum í samstarfi við íþróttafélög" og bentu á að höllin teldist „aðalvöllur“ félagsins.
Gunnar Jónsson sagði að rétt væri að styðja reiðhöllina eins og aðstöðu fyrir aðra íþróttaiðkun á svæðinu. „Ég held að við hefðum rokið til og bjargað sundlauginni ef þar hefði staðið til að hefja fiskeldi eða aðra starfsemi en hún var ætluð undir,“ sagði Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs.
„Sveitarfélagið styrkir alls kyns íþróttastarfsemi. Höllin er jafnmikilvæg fyrir hestamennskuna og önnur mannvirki eru annarri íþróttastarfsemi.“
Óásættanlegt að láta kylfu ráða kasti
Í áskorun Freyfaxa segir að staða hallarinnar hafi verið erfið frá því að hún varð fokheld. Þar segir sömuleiðis að sveitarfélagið hafi lagt 20 milljónir króna í húsið, hestamannafélagið 34 í formi styrkja frá ríki, Fljótsdalshreppi og einkafyrirtækjum og sjálfboðaliðum auk þess sem Hrossaræktarsamtök Austurlands hafi fjárfest fyrir um 12 milljónir í hesthúsahlutann.
Stefán Bogi Sveinsson, forseti bæjarstjórnar, sagði að menn hefðu ekki viljað sjá á eftir þessari fjárfestingu og vinnu í óvissu. „Við töldum óásættanlegt að láta kylfu ráða kasti, láta höllina fara á nauðungarsölu og sjá hvar hún endaði. Sú áhætta var of mikil. Til þess er sveitarfélagið búið að fjárfesta of mikið í höllinni.“
Þessu var Karl Lauritzson ekki sammála. „Við erum ekki að verja það fé. Það er farið. Þetta er hrein viðbót," sagði hann og bætti við að samkvæmt hans útreikningum væru afborganir af lánunum tvær milljónir á ári til tuttugu ára.
Reiðhallir voru byggðar víða um landið með styrk frá ríkinu. Frumkvæðið kom þaðan og leitað var eftir samstarfi við hestamanna- og sveitarfélög. Fljótsdalshérað er ekki eina sveitarfélagið sem hefur þurft að grípa inn í reksturinn. Stefán Bogi lýsti þeirri skoðun sinni að ríkið skuldaði sveitarfélaginu 12-13 milljónir vegna hallarinnar.
„Það eru fjármunir sem sveitarfélagið lagið fram til að kaupa land við Stekkhólma og áttu að koma inn sem styrkur. Það verður að sækja efndir á þessu."
Hestamennska á tveimur stöðum
Það einfaldar ekki málið að félagsaðstaða hestamanna er sitt hvorum megin við þéttbýlið. Annars vegar er félagsaðstaða Freyfaxa á Iðavöllum fyrir innan Egilsstaði en í hina áttina er Fossgerði. Sveitarfélagið styrkir hesteigendafélagið þar um tæpar tvær milljónir á ári.
„Ég set stórt spurningamerki við þennan gjörning," sagði Páll Sigvaldason, Framsóknarflokki, formaður íþrótta- og tómstundanefndar. „Við eigum fasteignir í Fossgerði. Við erum að gera góða hluti en það er kannski ekki á réttum stað.“
Sigrún Blöndal minnti á að félagsmenn í Freyfaxa hefðu sjálfir valið reiðhöllinni stað inni á Iðavöllum á sínum tíma. Eyrún Arnardóttir, Framsóknarflokki, benti á að aðrar reiðskemmur í sveitarfélaginu í einkaeigu stæðust ekki samanburð við höllina. „Ef við ætlum að byggja upp starfið verður að vera hægt að æfa íþróttina líka inni.“
Er eftirspurnin til staðar?
Næsta skref verður hins vegar að reka höllina auk þess sem hún er ókláruð. Áhyggjum af framhaldinu virtust bæjarfulltrúarnir deila, sama úr hvaða átt þeir komu.
„Verðmæti eigna sveitarfélagsins ræðst ekki af því hversu mikið við leggjum í járn og steypu heldur hvernig þær eru notaðar og hver eftirspurnin er. Það hefur framhjá mér ef notkunin og eftirspurnin er slík að réttlætanlegt sé að stokkið sé til með þessum hætti,“ sagði Karl.
„Ég er efins um að nokkuð verði gert án stuðnings sveitarfélagsins,“ sagði Sigrún Blöndal sem sagðist líta að með kaupunum væru „of miklir peningar“ settir í höllina.
„Ég hef vissulega áhyggjur af því hvernig við ætlum að vinna úr þessu,“ sagði Eyrún.
Gunnar Jónsson nefndi tækifæri væru í ferðamennsku þar sem erlendir ferðamenn kæmu til Íslands til að horfa á sýningar á íslenska hestinum sem haldnar væru í öðrum höllum.
Stefán Bogi sagði að þeir sem hefðu komið að byggingunni hefðu verið búnir með orkuna eins og gengi og gerðist í félagastarfsemi. „Það er ekki þar með sagt að dæmið gangi ekki upp með nýjum aðilum.“
Lengi hefur verið ljóst hvert stefndi. Í lok júní sendi stjórn Hestamannafélagsins Freyfaxa, sem átti höllina á móti sveitarfélaginu, bæjarstjórn áskorun um að „endurmeta afstöðu“ sína gagnvart höllinni í ljósi „yfirvofandi“ uppboðs.
Í áskoruninni er meðal annars minnt á að Freyfaxamenn hafi „alls ekki verið einir á ferð þegar framkvæmdir hófust“ heldur bæjarfulltrúar þáverandi meirihluta Sjálfstæðisflokks og Héraðslistans verið með í stjórn Reiðhallar á Iðavöllum ehf. „Aldrei hefði verið farið af stað í verkefnið nema með fulltingi bæjaryfirvalda.“
Forgangsröðunin á tímum sparnaðar
Bæjarfulltrúar núverandi minnihluta Sjálfstæðisflokks og Héraðslista gagnrýndu ákvörðun meirihluta Á-lista og Framsóknarflokks á síðasta fundi bæjarstjórnar. Þeir gagnrýndu skort á upplýsingum um forsendur og spurðu hvort rétt væri að bjarga reiðhöllinni á sama tíma og leitað væri leiða til að rétta við rekstur sveitarfélagsins.
„Það vantar allt kjöt á beinin,“ sagði Karl S. Lauritzson, Sjálfstæðisflokki. „Mér kemur á óvart forgangsröðun sem höfð er á þegar við erum að leita að sparnaði að sjá þetta dettur niður eins og skýfall.“
Undir þetta tók Ragnhildur Rós Indriðadóttir, Héraðslistanum. „Þessi gjörningur skýtur skökku við í því umhverfi sem við höfum unnið í.“
Sigrún Blöndal, Héraðslistanum, sat hjá við afgreiðslu málsins í bæjarráði. „Við höfum of margar fasteignir nú þegar sem þarfnast mikils viðhalds sem við ráðum ekki við til þess að við getum bætt þessari við.“
Höllin jafnmikilvæg hestamönnum og sundlaugin sundfólki?
Stjórn Freyfaxa fór í sumar fram á að bæjarfulltrúar sýndu „ábyrgðartilfinningu gagnvart framkvæmdum í samstarfi við íþróttafélög" og bentu á að höllin teldist „aðalvöllur“ félagsins.
Gunnar Jónsson sagði að rétt væri að styðja reiðhöllina eins og aðstöðu fyrir aðra íþróttaiðkun á svæðinu. „Ég held að við hefðum rokið til og bjargað sundlauginni ef þar hefði staðið til að hefja fiskeldi eða aðra starfsemi en hún var ætluð undir,“ sagði Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs.
„Sveitarfélagið styrkir alls kyns íþróttastarfsemi. Höllin er jafnmikilvæg fyrir hestamennskuna og önnur mannvirki eru annarri íþróttastarfsemi.“
Óásættanlegt að láta kylfu ráða kasti
Í áskorun Freyfaxa segir að staða hallarinnar hafi verið erfið frá því að hún varð fokheld. Þar segir sömuleiðis að sveitarfélagið hafi lagt 20 milljónir króna í húsið, hestamannafélagið 34 í formi styrkja frá ríki, Fljótsdalshreppi og einkafyrirtækjum og sjálfboðaliðum auk þess sem Hrossaræktarsamtök Austurlands hafi fjárfest fyrir um 12 milljónir í hesthúsahlutann.
Stefán Bogi Sveinsson, forseti bæjarstjórnar, sagði að menn hefðu ekki viljað sjá á eftir þessari fjárfestingu og vinnu í óvissu. „Við töldum óásættanlegt að láta kylfu ráða kasti, láta höllina fara á nauðungarsölu og sjá hvar hún endaði. Sú áhætta var of mikil. Til þess er sveitarfélagið búið að fjárfesta of mikið í höllinni.“
Þessu var Karl Lauritzson ekki sammála. „Við erum ekki að verja það fé. Það er farið. Þetta er hrein viðbót," sagði hann og bætti við að samkvæmt hans útreikningum væru afborganir af lánunum tvær milljónir á ári til tuttugu ára.
Reiðhallir voru byggðar víða um landið með styrk frá ríkinu. Frumkvæðið kom þaðan og leitað var eftir samstarfi við hestamanna- og sveitarfélög. Fljótsdalshérað er ekki eina sveitarfélagið sem hefur þurft að grípa inn í reksturinn. Stefán Bogi lýsti þeirri skoðun sinni að ríkið skuldaði sveitarfélaginu 12-13 milljónir vegna hallarinnar.
„Það eru fjármunir sem sveitarfélagið lagið fram til að kaupa land við Stekkhólma og áttu að koma inn sem styrkur. Það verður að sækja efndir á þessu."
Hestamennska á tveimur stöðum
Það einfaldar ekki málið að félagsaðstaða hestamanna er sitt hvorum megin við þéttbýlið. Annars vegar er félagsaðstaða Freyfaxa á Iðavöllum fyrir innan Egilsstaði en í hina áttina er Fossgerði. Sveitarfélagið styrkir hesteigendafélagið þar um tæpar tvær milljónir á ári.
„Ég set stórt spurningamerki við þennan gjörning," sagði Páll Sigvaldason, Framsóknarflokki, formaður íþrótta- og tómstundanefndar. „Við eigum fasteignir í Fossgerði. Við erum að gera góða hluti en það er kannski ekki á réttum stað.“
Sigrún Blöndal minnti á að félagsmenn í Freyfaxa hefðu sjálfir valið reiðhöllinni stað inni á Iðavöllum á sínum tíma. Eyrún Arnardóttir, Framsóknarflokki, benti á að aðrar reiðskemmur í sveitarfélaginu í einkaeigu stæðust ekki samanburð við höllina. „Ef við ætlum að byggja upp starfið verður að vera hægt að æfa íþróttina líka inni.“
Er eftirspurnin til staðar?
Næsta skref verður hins vegar að reka höllina auk þess sem hún er ókláruð. Áhyggjum af framhaldinu virtust bæjarfulltrúarnir deila, sama úr hvaða átt þeir komu.
„Verðmæti eigna sveitarfélagsins ræðst ekki af því hversu mikið við leggjum í járn og steypu heldur hvernig þær eru notaðar og hver eftirspurnin er. Það hefur framhjá mér ef notkunin og eftirspurnin er slík að réttlætanlegt sé að stokkið sé til með þessum hætti,“ sagði Karl.
„Ég er efins um að nokkuð verði gert án stuðnings sveitarfélagsins,“ sagði Sigrún Blöndal sem sagðist líta að með kaupunum væru „of miklir peningar“ settir í höllina.
„Ég hef vissulega áhyggjur af því hvernig við ætlum að vinna úr þessu,“ sagði Eyrún.
Gunnar Jónsson nefndi tækifæri væru í ferðamennsku þar sem erlendir ferðamenn kæmu til Íslands til að horfa á sýningar á íslenska hestinum sem haldnar væru í öðrum höllum.
Stefán Bogi sagði að þeir sem hefðu komið að byggingunni hefðu verið búnir með orkuna eins og gengi og gerðist í félagastarfsemi. „Það er ekki þar með sagt að dæmið gangi ekki upp með nýjum aðilum.“