Leiðindaveður á Austurlandi: Ófært um Fjarðarheiði og Oddskarð

fjardarheidi 30012013 0075 webGengið er í vonskuveður víða á Austurlandi en samkvæmt veðurspá mun veðrið ganga niður í nótt.

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er stórhríð á Oddskarði og vegurinn lokaður. Því er ófært í Neskaupstað.

Eins er óveður á Fjarðarheiði og því ófært með öllu til Seyðisfjarðar.

Annarsstaðar í fjórðungnum er víða allnokkur úrkoma og snjóþekja eða hált á vegum. Því er mikilvægt að fara að öllu með gát þegar farið er á milli staða.

Nálgast má samanteknar upplýsingar um færð á vegum og veðurspá fyrir Austurland hér á vef Austurfréttar.

Slóðin er www.austurfrett.is/vedur.

Mynd: Snjómokstur á Fjarðarheiði fyrr á þessu ári.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar