Ákærðir fyrir kannabisræktun og 15 milljóna peningaþvætti

Tveir karlmenn um þrítugt hafa verið ákærðir fyrir umfangsmikla kannabisræktun sem upprætt var við húsleit lögreglu í september í fyrra. Þeir eru einnig ákærðir fyrir peningaþvætti upp á um 15 milljónir króna.

Mönnunum er gefið að sök að hafa um nokkurt skeið þar til um miðjan september í fyrra ræktað kannabisplöntur í sölu og dreifingarskyni til sölu og dreifingar.

Alls fundust 133 plöntur í ræktun við húsleit á tveimur stöðum. Í iðnaðarhúsnæði á Breiðdalsvík fundust 46 plöntur auk 13 plantna í Mitsubish Pajero bifreið sem var þar inni. Þær plöntur voru orðnar töluvert stærri en 74 plöntur sem fundust í gámi við heimili annars þeirra í Fellabæ.

Samkvæmt ákæruskjali eru mennirnir ákærðir fyrir peningaþvætti upp á 15,1 milljón. Við leitina fundust meðal annars 570 þúsund krónur í Pajero-bifreiðinni. Mestur hluti fjármunanna fannst við yfirferð á bankareikningum þeirra og eiginkonu annars þeirra.

Farið er fram á að samanlagt að 1,4 milljón króna í reiðufé úr sjóðum tvímenninganna verði gerð upptæk, en féð var haldlagt í aðgerðinni. Eins er farið fram á að búnaður til ræktunarinnar verði gerður upptækur, meðal annars 14 ræktunarlampar, níu tímastillar, vatnsdælur, perur, viftur og gróðurlampar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.