Alcoa á Reyðarfirði flýtir áætlunum um kolefnisjöfnun

Alcoa-Fjarðaál á Reyðarfirði stefnir að því að flýta áætlunum um kolefnisjöfnun fyrirtækisins um tíu ár í ljósi áætlana Íslands að landið verði kolefnishlutlaust eigi síðar en árið 2040.

Þetta hefur Austurfrétt fengið staðfest hjá upplýsingafulltrúa álversins hérlendis en álverið er stærsta iðnfyrirtæki landsins.

Móðurfélag álversins í Reyðarfirði tilkynnti fyrir nokkrum vikum að Alcoa samsteypan í heild stefndi á að jafna út alla sína kolefnislosun fyrir árið 2050. Það er tíu árum síðar en íslensk stjórnvöld miða við.

Lykilatriði í áætlunum Alcoa á heimsvísu eru að auka nýtingu endurnýjanlegrar orku en 75 prósent allrar framleiðslu samsteypunnar er þegar keyrð á slíkri orku. Fyrirtækið bindur einnig vonir við að tækniframfarir í álframleiðslu auðveldi orkuskipti til að markmiðunum verði náð.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.