Sveitarstjóraskipti hjá Múlaþingi í febrúar

Björn Ingimarsson, sem í september tilkynnti að hann myndi láta af störfum sveitarstjóra Múlaþings um áramót, sinnir starfinu áfram einn út mánuðinn. Ganga þarf frá lausum endum bæði þar og hjá arftaka hans áður en af skiptunum verður.

Í tilkynningu frá Múlaþingi kemur fram að Dagmar Ýr Stefánsdóttir, sem ráðin var sveitarstjóri, taki ekki við fyrr en 1. febrúar. Dagmar hefur verið framkvæmdastjóri Austurbrúar.

Í byrjun desember var Bryndís Ford, skólameistari Hallormsstaðaskóla, ráðinn framkvæmdastjóri í hennar stað. Ekki hefur enn verið gefið upp nákvæmlega hvenær Bryndís komi til starfa. Leit að hennar eftir manni hófst aðeins skömmu fyrir jól eftir að samningur um að námið skólans yrði fullgilt háskólanám frá og með næsta hausti var í höfn.

Þess vegna verður Björn sveitarstjóri einn nú í janúar. Hann mun ekki hætta endanlega fyrr en 15. mars, en hann mun aðstoða nýjan sveitarstjóra í byrjun og fylgja eftir vinnu við uppgjör ársins 2024.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.