Andlát: Stefán Þorleifsson

Stefán Þorleifsson, fyrrum íþróttakennari og framkvæmdastjóri Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað lést í gærmorgunn á 105. aldursári.

Stefán fæddist í Naustahvammi á Norðfirði 18. ágúst árið 1916. Hann var fjórði í röð 14 barna Maríu Aradóttur og Þorleifs Ásmundssonar.

Stefán kvæntist Guðrúnu Sigurjónsdóttir árið 1945 og þau eignuðust saman fjögur börn.

Stefán lauk íþróttakennaraprófi frá Laugavatni árið 1940 og hóf strax að námi loknu að þjálfa og kenna íþróttir í heimabyggð.

Stefán var drifkraftur í fjölmörgum framfaramálum í Neskaupstað meðal annars byggingu sundlaugarinnar sem hann síðan veitti forstöðu til margra ára. Á 100 ára afmæli Stefáns var sundlaugin nefnd Stefánslaug honum til heiðurs.

Hann var varaformaður byggingarnefndar Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað og síðan forstöðumaður þess í 30 ár.

Stefán hlaut í gegnum tíðina fjölda viðurkenninga fyrir störf sín að íþrótta- og félagsmálum og var meðal annars sæmdur fálkaorðunni árið 1983.

Útför Stefáns verður auglýst síðar.

Stefán á 100 ára afmælinu. Mynd: Úr einkasafni


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.