Dagmar Ýr tekur við sveitarstjórakeflinu af Birni Ingimarssyni

Það tók eilítið lengri tíma en upphaflega stóð til en Dagmar Ýr Stefánsdóttir fékk fyrr í dag afhenta lyklana að sveitarstjóraskrifstofu Múlaþings.

Þar með hefur Dagmar Ýr tekið við völdunum af Birni Ingimarssyni sem óskaði í haust formlega eftir að hætta sem sveitarstjóri um síðustu áramót.

Björn verið sveitarstjóri Múlaþings frá sameiningu í það sveitarfélag 2020 og þar áður Fljótsdalshéraðs frá árinu 2010. Björn mun verða Dagmar til halds og trausts út marsmánuð til að setja nýjan sveitarstjóra inn í fjölmörg brýn mál en mun eftir það áfram starfa í tilfellum fyrir hönd Múlaþings fram eftir árinu.

Ýmislegt nýtt sem þarf að læra

Dagmar Ýr, sem starfað hefur um tíma sem framkvæmdastýra Austurbrúar, þurfti sjálf tíma til að koma fjölmörgum málum þar í viðunandi farveg en segir alveg ljóst frá fyrsta degi hjá Múlaþingi að hún þurfi einnig góðan tíma til að setja sig inn í fjölmörg mikilvæg mál á þeim bænum.

Ég finn það bara strax á fyrsta degi að það eru fjölmörg mál sem ég þarf að setja mig inn í og ýmislegt nýtt sem þarf að læra eins og til dæmis á áður óþekkt tölvukerfi. Þannig að ég mun taka fagnandi öllum góðum leiðbeiningum frá reynsluboltunum á sveitastjórnarskrifstofunni. Ég mun leggja áherslu á það fyrstu dagana í starfi, samhliða hinum ýmsu fundum, að fara í alla byggðakjarnana í Múlaþingi til að hitta starfsfólk sveitarfélagsins og eins langar mig að gefa mér tíma í að heimsækja stofnanirnar okkar og heyra hvað helst brennur á fólki. En þessi yfirreið mun auðvitað taka einhvern tíma og fólki er velkomið að senda mér skilaboð eða póst ef það er farið að lengja eftir heimsókn frá mér á þeirra vinnustaði. Umfram allt þá hlakka ég til komandi samstarfs með ykkur öllum og þakka kærlega móttökurnar sem ég hef fengið fram að þessu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.