Annað hús farið eftir mikla skriðu

Annað hús fór í aurskriðu sem féll niður farveg Búðarár á Seyðisfirði rétt fyrir klukkan þrjú í dag. Ekki er ljóst með fólk á svæðinu.

Um klukkan 14:50 mátti heyra gríðarlegar drunur í firðinum og ljóst að eitthvað mikið var í gangi. Í gegnum rigninguna og mökkinn mátti greina að hús sem stóð fyrir innan ána hefði færst af stoðum sínum og væri ónýtt.

Sjónarvottur, sem stóð við horn Ferjuhússins er skriðan féll, lýsti því að húsið hefði kubbast eins og pappakassi. Hann sagðist heyrt miklar drunur og svo séð breiðuna koma. Rafmagn er farið af hluta bæjarins, meðal annars Ferjuhúsinu sem hefur verið bækistöð blaðamanna og almennra starfsmanna.

Fólk stendur utan við húsið og rýnir upp í hlíðina. Nokkur mökkur var eftir skriðuna og tók tíma að sjá upp eftir.

Ákveðið hefur verið að rýma hús frá Hafnargötu og út fjörðinn. Íbúar gefi sig fram í fjöldahjálparstöð í félagsheimilinu Herðubreið.

Erfitt hefur verið að staðfesta umfang skriða eða ástand fólks á svæðinu. Sjá uppfærða frétt hér: https://austurfrett.is/frettir/fleiri-hus-farin-edha-storskemmd


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.