Arionbaki styður atvinnulífssýninguna Okkar samfélag
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 21. júl 2012 13:28 • Uppfært 08. jan 2016 19:23
Í vikunni var undirritaður samningur milli Arion banka á Egilsstöðum og sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs um að bankinn verði einn af aðalbakhjörlum atvinnulífssýningarinnar Okkar samfélags sem haldin verður á Egilsstöðum 18. og 19. ágúst.
Sýningin Okkar samfélag er atvinnulífssýning og hafa rúmlega 60 fyrirtæki og stofnanir staðfest þátttöku. Markmiðið með sýningunni er m.a. að gefa fyrirtækjum og einstaklingum tækifæri til að kynna þær vörur og þjónustu sem þau bjóða uppá og sýna þann kraft og fljótbreytileika sem einkennir atvinnulífið á Fljótsdalshéraði.