Ásókn minnkar í sýnatökur

Dræm mæting hefur verið sýnatökur vegna Covid-19 á Austurlandi undanfarna tvo daga. Engin ný smit hafa greinst síðan í byrjun vikunnar.

Þetta kemur fram í tilkynningu aðgerðastjórnar almannavarnanefndar Austurlands. Þar eru ítrekuð tilmæli til fólks, sem hefur einkenni, að bóka sýnatöku á www.heilsuvera. Eins eru Austfirðingar minntir á að sinna persónubundnum sóttvörnum.

Fimmtán einstaklingar eru í einangrun og fjórtán í sóttkví. Þeim fer fækkandi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.