Aurskriða lokaði Kambaskriðum í morgun

Vegurinn um Kambaskriður, milli Stöðvarfjarðar og Breiðdalsvíkur, var lokaður í minnst tvo tíma eldsnemma í morgun vegna aurskriðu.

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni barst tilkynning um skriðuna um klukkan 5:30 og var leiðin ekki fær á ný fyrr en um tveimur tímum síðar.

Ari Guðmundsson, verkstjóri hjá Vegagerðinni á Reyðarfirði, segir syllu hafa fallið úr skeringarbakkanum ofan við veginn. Skriðan hafi verið um tveir metrar á þykkt við veginn ofanverðan og 20-25 metrar á þykkt.

Hún féll utarlega í skriðunum Breiðdalsvíkurmegin.

Talsverð rigning var á þessum slóðum í gær. Grjóthrun var þar í gærkvöldi og ausandi rigning um miðnættið.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar