Austfirðingar duglegastir að þiggja örvunarsprautu

Rétt tæplega 28 prósent Austfirðinga hafa þegar þegið örvunarsprautu vegna Covid-19 faraldursins sem er langt umfram stöðuna í öðrum landshlutum.

Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is en heildarhlutfall Austfirðinga sem hafa verið fullbólusettir og fengið örvunarsprautu stendur í 77 prósentum. Heildarfjöldinn á svipuðu róli og annars staðar í landinu.

Austfirðingar þó verið miklu duglegri að þiggja þriðja skammtinn af bóluefni en aðrir hingað til. Rúmlega þrjú þúsund manns, 28%, þegar fengið þann skammtinn meðan aðeins rúmlega 17% fólks á Suðurlandi hefur fengið þrjár sprautur en það sá landshluti sem næst kemur í röðinni.

Alls eru 24 í einangrun austanlands og 33 til viðbótar í sóttkví.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.