Austfirskir ferðaþjónustu bíða og sjá hvaða áhrif fall WOW hefur

Austfirskir ferðaþjónustuaðilar virðast rólegir og ætla að bíða og sjá hver verða áhrif gjaldþrots flugvélagsins WOW Air í morgun.

„Við höfum heyrt í nokkrum aðilum. Þetta gerðist bara í morgun og þeir vilja meina að ekki sé hægt að sjá áhrifin svona stuttu eftir,“ segir Jónína Brynjólfsdóttir, verkefnastjóri hjá Austurbrú.

Starfsmenn á markaðssviði stofnunarinnar hafa í dag tekið púlsinn á austfirskum ferðaþjónustuaðilum í kjölfar gjaldþrots flugfélagsins. Samkvæmt greiningu Arion-banka leiðir gjaldþrotið til lækkunar landsframleiðslu um 1% sem dregur úr hagvexti, getur aukið verðbólgu og atvinnuleysi á þessa ári og næsta.

Jónína segir austfirska ferðaþjónustuaðila bíða og sjá hvað gerist. „Það voru margir svartsýnir fyrir síðasta sumar en svo rættist úr. Ýmislegt fleira hefur herjað á ferðaþjónustuna síðustu mánuði.

Ég held að margir upplifi sig á sama stað með að það borgi sig að bíða og sjá. Nokkrir nefndu að horfa þyrfti til markaðssetningar innanlands fyrir sumarið.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.