Orkumálinn 2024

Bætt við tímum í skimun

Heilbrigðisstofnun Austurlands hafa borist fleiri pinnar til að taka covid-19 sýni. Fleirum býðst því að skráð sig í rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar á útbreiðslu veirunnar í íslensku samfélagi.

Upphaflega fékk HSA 1000 sýnatökupinna. Opnað var fyrir tímapantanir í gær og bókuðust allir tímar upp um klukkutíma í gær.

Nú hafa borist fleiri pinnar. Því hefur verið bætt við tímum á sunnudag og mánudag, 5. og 6. apríl.

Byrjað verður að bóka tímana í kvöld klukkan 19:00 í kvöld, föstudag. Bókunin fer fram í gegnum sérstakan vef. Slóðin fyrir Egilsstaði er bokun.rannsokn.is/q/egils en fyrir Reyðarfjörð bokun.rannsokn.is/q/reydisfj

Á Egilsstöðum fer sýnatakan fram í Samfélagsmiðjunni, áður Blómabæ og Fóðurblöndunni að Miðvangi 31.

Á Reyðarfirði verður hún í Molanum, Hafnargötu 2. Gengið er inn frá bílastæði hægra megin við aðalinngang, gegnt Sesam brauðhúsi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.