Orkumálinn 2024

Baltasar mjög ánægður með tökurnar á Seyðisfirði

Baltasar Kormákur leikstjóri Ófærðar 3 var mjög ánægður með tökurnar á Seyðisfirði í gærdag.

Þetta kemur fram í máli Steinunnar Gunnlaugsdóttur fjármálastjóra RVK.Studios kvikmyndafyrirtækis Baltasars.

Sjálfur getur Baltasar ekki tjáð sig að sinni um þessa nýju þáttaröð af Ófærð. Steinunn segir hinsvegar að hann segir það hafa verið frábært að fá að snúa aftur til Seyðisfjarðar...“enda um einstakt bæjarfélag“ að ræða eins og hann orðar það.

Aðspurð um hvort tökuliðið myndi koma aftur til Seyðisfjarðar á næstu mánuðum segir Steinnunn að hún hafi því miður ekki upplýsingar um það ennþá.

Mynd: Norden.org

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.