Skip to main content

Banaslys við Egilsstaði

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 13. mar 2010 13:02Uppfært 08. jan 2016 19:21

Banaslys varð á Vallavegi um 10 kílómetrum sunnan við Egilsstaði, við bæinn Ketilsstaði á áttunda tímanum í morgun.

logreglubill3.jpgTilkynnt var um slysið milli klukkan 7 og 8 í morgun.  Fólksbíll fór út af veginum út í skurð við bæinn Ketilsstaði á Völlum. Ökumaðurinn sem var á þrítugsaldri var einn í bílnum, hann var látinn þegar að var komið. Talið er að hann hafi látist samstundis.

Rannsóknardeild lögreglunnar á Eskifirði fer með rannsókn málsins í samvinnu við lögregluna á Egilsstöðum og rannsóknarnefnd umferðarslysa.

Ekki er hægt að birta nafn mannsins að svo stöddu.