Björn Ingimarsson hættir sem sveitarstjóri Múlaþings um áramótin

Sveitarstjóri Múlaþings, Björn Ingimarsson, mun láta af störfum um áramótin að eigin ósk og verður starfið auglýst formlega innan tíðar.

Þetta kemur fram á vef Múlaþings en samhliða starfi sínu sem sveitarstjóri frá árinu 2020 hefur hann einnig verið hafnarstjóri Hafna Múlaþings. Þar áður gengdi hann starfi bæjarstjóra Fljótsdalshérað um tíu ára skeið frá 2010 og fyrir þann tíma sinnti hann sveitarstjórn í Þórshafnarhreppi og síðar Langanesbyggð.

Björn fagnar sjötugsafmæli sínu um áramótin en hann er giftur Sigrúnu Jónu Óskarsdóttur og saman eiga þau sex börn.

Björn er lærður þjóðhagfræðingur og sinnti ýmis konar stjórnun og ráðgjöf í atvinnurekstri innanlands og utan áður en hann fór að hafa afskipti af sveitarstjórnarmálum þar sem hann hefur verið síðan.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.