Björn Valur: Reglur um fléttulista höfðu áhrif

bjorn_valur_gislason_web.jpg
Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, segir að reglur um fléttulista hafi verið meðal þess sem höfðu áhrif á ákvörðun hans að flytja sig úr Norðausturkjördæmi til Reykjavíkur fyrir komandi þingkosningar.

„Reglur um fléttulista á landsbyggðinni höfði áhrif á þessa ákvörðun mína ásamt ýmsu fleiru,“ er haft eftir Birni Val í nýjasta tölublaði Austurgluggans. Hann er að öðru leyti sagður litlar upplýsingar hafa viljað veita um ástæður vistaskiptanna.
 
Á bloggsíðu sinni segir Björn þó að hvatning frá stuðningsfólki VG í Reykjavík hafi haft mest áhrif á kvörðunina sem og „góður stuðningur og ráðgjöf minna góðu félaga í NA-kjördæmi.“ 
 
Björn Valur tók sæti á Alþingi 2009 eftir að hafa verið í þriðja sæti á listanum. Þuríður Bachman, sem var í öðru sæti, ætlar ekki að bjóða sig fram aftur.

Eyfirðingarnir Bjarkey Gunnarsdóttir og Sóley Stefánsdóttir hafa lýst yfir áhuga sínum á öðru sætinu. Í morgun staðfesti Ingibjörg Þórðardóttir, kennari við Verkmenntaskóla Austurlands, að hún byði sig fram í það sæti. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.