Bílvelta í Heiðarenda

Fólksbíll valt á veginum um Heiðarenda, á leiðinni frá Egilsstöðum norður á Jökuldal, milli klukkan 19 og 20  í kvöld.   Ökumaður sem í bílnum var ásamt farþega sluppu ómeiddir, en bíllinn varð óökufær við veltuna.

logreglan.jpgLögreglan á Egilsstöðum segir að bíllinn hafi snúist út af veginum vegna hálku. Bíllinn sem var mikið skemmdur, ef ekki ónýtur eftir veltuna og var fluttur burt með kranabíl.

Lögreglan á Egilsstöðum beinir því til vegfarenda á Austurlandi að þeir vari sig á hálkublettum sem víða leynast á Héraðinu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.