Skip to main content

Borgarfjörður eystri einn af gæðaáfangastöðum Evrópu

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 26. nóv 2012 14:00Uppfært 08. jan 2016 19:23

borgarfjrur2_vefur.jpg
Borgarfjörður eystri var nýverið tekinn inn í hóp evrópskra gæðaáfangastaða. Heimamenn segja þetta mikla viðurkenningu á því uppbyggingarstarfi sem unnið hafi verið í ferðamálum á staðnum.

„Þetta er mikil viðurkenning á því mikla starfi sem búið er að vinna í Borgarfjarðarhreppi undanfarin ár og áratugi og þar spilar margt saman. Ferðamálahópurinn hefur lagt mikla vinnu í gönguleiðasvæðið á Víknaslóðum og markaðssetningu þess,“ segir ífrétt á borgarfjordureystri.is.

„Sveitarfélagið unnið uppbyggingu á tjaldsvæðis og markaðssetningu smábátahafnarinnar og svo hefur Ferðafélag Fljótsdalshéraðs unnið ótrúlega öflugt og óeigingjarnt starf á Víkum með byggingu gönguskálanna svo fátt eitt sé talið upp. Þess fyrir utan eru ferðaþjónustuaðilar innan fjarðar öflugir og hafa gjörbreytt ásýnd svæðisins á skömmum tíma.“

Evrópuverkefnið ber yfirskriftina „European Destination of Excellence (EDEN).“ Markmið þess er að vekja athygli á „gæðum, fjölbreytileika og sameiginlegum einkennum Evrópskra áfangastaða og kynna til sögunnar nýja, lítt þekkta, áfangastaði vítt og breitt um Evrópu þar sem áhersla er lögð á ferðaþjónustu í anda sjálfbærni.“

Aðildin leggur engar kvaðir á Borgfirðinga en þeir mega framvegis nota merki EDEN í allri markaðssetningu. Önnur svæði á Íslandi sem hafa fengið aðild að EDEN eru Vestfirðir, Stykkishólmur og Húsavík.