Borgarholtsskóli sló VA út í Gettu Betur

Gettu Betur lið Verkmenntaskóla Austurlands var slegið úr keppni í miður spennandi keppni á móti liði Borgarholtsskóla í kvöld.

 

Í fyrstu umferð Gettu Betur þetta árið atti lið Verkmenntaskóla Austurlands kappi við lið Fjölbrautarskóla Suðurnesja í æsispennandi keppni. Hún endaði í bráðabana þar sem lið VA sló út lið FS á hetjulegan hátt í stöðunni 10-9.

Annað mátti segja um 2. umferð þar sem lið VA keppti við lið Borgarholtsskóla. Ef sú umferð hefði verið VA í vil hefði leiðin legið beint upp í Efstaleiti þar sem 3. umferð Gettu Betur er haldin, en svo var ekki. Lið Verkmenntaskólans sá aldrei til sólar í viðureign sinni við lið Borgarholtsskóla, en keppnin fór 20-7 Borgarholtsskóla í vil. Lið Borgarholtsskóla er því komið áfram í sjónvarpið en lið VA situr eftir með sárt ennið. Í liði Verkmenntaskólans voru þau Húnbogi Gunnþórsson, Katrín Hulda Gunnarsdóttir og Guðjón Björn Guðbjartsson.

Fyrir áhugasama má þess geta að lið Menntaskólans á Egilsstöðum keppir við lið Menntaskólans í Hamrahlíð næstkomandi þriðjudag á Rás 2. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.