Breytingar í leik- og grunnskólum Fjarðabyggðar bíða nýs árs

Tveir rýni- og starfshópar sem Fjarðabyggð fékk til að greina og grandskoða breytingar til batnaðar í skólastarfi leik- og grunnskóla sveitarfélagsins til framtíðar hafa sett vinnu sína á ís til nýs árs sökum kjaradeilna Kennarasambands Íslands

Um tíma hafa verið starfandi af hálfu Fjarðabyggðar hópar sem ætlað er að leita leiða til að straumlínulaga og betrumbæta skólastarf í víðri merkingu enda sveitarfélaginu annt um að allt skólastarf sé eins öflugt og faglegt og kostur er.

Hóparnir báðir fundað nýlega og í þeim báðum verið samþykkt að fresta frekari vinnu þangað til farsæl lausn fæst í kjaradeilu Kennarasambands Íslands, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og íslenska ríkisins.

Kennarar við eina níu skóla landsins sem kunnugt er verið í verkfalli frá síðustu mánaðarmótum og í vikunni bættust við kennarar úr Menntaskólanum í Reykjavík. Lítið bólar á lausn málsins á þessu stigi sem helgast að einhverju leyti að því að Alþingi er ekki starfandi með eðlilegum hætti.

Þeir kjarasamningar sem verða á endanum samþykktir geta hugsanlega haft töluverð áhrif á niðurstöðu starfshópa Fjarðabyggðar og því frestun vinnunnar talin heillavænlegust að sinni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.