Bríet tekur við íbúðum frá Fjarðabyggð

Leigufélagið Bríet, sem er í eigu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, hefur samið við Fjarðabyggð um að taka við íbúðum í eigu sveitarfélagsins. Á móti eignast Fjarðabyggð hlut í félaginu.

Um er að ræða íbúðir í Réttarholti 1-3 á Reyðarfirði. Öll réttindi og skyldur varðandi leigusamninga færast til Bríetar en breytingar eiga ekki að verða á stöðu leigjenda, að því er fram kemur í tilkynningu. Með samningum verður Fjarðabyggð fyrsta sveitarfélagið sem verður hluthafi í Bríeti.

„Með þessu höfum við tekið fyrstu skrefin í því að byggja saman upp traust og áreiðanlegt leigufélag á landsbyggðinni í eigu ríkis og sveitarfélaga.

Með þessu næst samræmi í umsýslu leigueigna á landsbyggðinni og verður henni sinnt af félagi sem er sérhæft í rekstri leigueigna. Samhliða þessu er það markmið Bríetar að auka samskipti og samvinnu við sveitarfélögin meðal annars varðandi uppbygginu nýrra leigueigna. Með því verður Bríet virkur þátttakandi í að auka húsnæðisöryggi, örva atvinnulíf og styðja við íbúaþróun á landsbyggðinni,“ segir í tilkynningu.

Markmið Bríetar er að vera hluti af uppbyggingu og styrkingu leigumarkaðar sem stuðlar að öryggi á langtímaleigumarkaði með sérstaka áherslu á landsbyggðina og samstarf við sveitarfélögin í landinu.

Soffía Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Bríetar og Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, undirrita samninginn. Mynd: Fjarðabyggð

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.