Brynhildur verður efst hjá Bjartri framtíð

bjort_framtid.png
Brynhildur Pétursdóttir, starfsmaður Neytendasamtakanna á Akureyri leiðir lista Bjartrar framtíðar í Norðausturkjördæmi í þingkosningum í vor. Stefán Már Guðmundsson, bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð, verður efstur Austfirðinga.

Fjögur efstu sætin voru staðfest í morgun. Þau skipa:

Brynhildur Pétursdóttir, starfsmaður Neytendasamtakanna Akureyri
Preben Jón Pétursson, framkvæmdarstjóri Akureyri
Stefán Már Guðmundsson, aðstoðarskólastjóri grunnskólans á Reyðarfirði og bæjarfulltrúi
Hanna Sigrún Helgadóttir, framhaldsskólakennari á Laugum

Í samtali við Austurfrétt staðfesti Stefanía Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri á Egilsstöðum sem orðuð hafði verið við framboð fyrir flokkinn, að hún ætlaði ekki að gefa kost á sér í vor.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.