Býr til piparkökuhús eftir uppskrift langalangömmu
Lucia Turzová íbúi á Eskifirði býr til ævintýraleg piparkökuhús á heimili sínu. Lucia kemur frá Slóvakíu og er uppskrifin sem hún notar aldagömul. „Þetta er uppskrift frá langalangömmu minni,“ segir hún.Lucia hefur bakað og selt piparkökur á jólamörkuðum á Austurlandi undanfarin þrjú ár. Piparkökuhúsin gerði hún í fyrsta sinn í ár.
„Ég gerði þessi hús fyrst og fremst fyrir vini mína hér fyrir austan og voru þau eingöngu hugsuð sem gjafir,“ segir Lucia. „En nú hafa nokkrir þeirra flutt í burtu þannig að ég á nokkur afgangs.“
Fram kemur í máli Luciu að töluverðan tíma taki að búa til piparkökuhúsin. „Ég er um það bil fjóra tíma að búa til hvert hús,“ segir hún.
Þeir sem hafa áhuga á að eignast piparkökuhús hjá Luciu geta haft samband í gegnum Facebook.