Ekkert nýtt smit
Ekkert nýtt covid-19 smit hefur greinst á Austurlandi undanfarinn sólarhring. Fækkun er á þeim sem eru í sóttkví á svæðinu.Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands.
Alls hafa átta einstaklingar greinst með smit í fjórðungnum, allir á Fljótsdalshéraði. Þremur er batnað en fimm eru enn í einangrun.
Í sóttkví eru 23 og hefur þeim fækkað um fimm frá í gær.
Í gær komu loks niðurstöður úr skimun Íslenskrar erfðagreiningar og Heilbrigðisstofnunar Austurlands meðal almennings á Austurlandi. Tekin voru 1415 sýni og reyndist ekkert þeirra jákvætt.