Eðlilegt að stór hluti starfsemi AST verði staðsettur í Fjarðabyggð

fjarabygg.jpg
Bæjarfulltrúar Fjarðabyggðar vilja að stór hluti starfsemi nýrrar stoðstofnunar á Austurlandi verði staðsettur í sveitarfélaginu. Þeir telja eðlilegt að stærsta sveitarfélagið á svæðinu fái eitthvað í sinn hlut.

„Eðlilegt hlutfall af störfum hjá stofnuninni á að vera staðsett í Fjarðabyggð. Við erum langstærsta sveitarfélagið á þessu svæði,“ sagði Elvar Jónsson, oddviti Fjarðalistans á bæjarstjórnarfundi fyrir skemmstu.

Undir þetta tók Sævar Guðjónsson frá Sjálfstæðisflokki. „Þetta er ekki sameinað svæði og á meðan svo er verður hver að hugsa um sitt og verja sitt. Stór hluti starfseminnar á að vera í Fjarðabyggð. Það er allt annað aðgengi að þessu fólki eftir því hvar það er staðsett.“

Bæjarstjórinn Páll Björgvin Guðmundsson hvatti menn þó til að fara varlega í að togast á um störfin. „Þetta á ekki að snúast um fjölda starfa,“ sagði hann. Hann ráðlagði mönnum að vera rólegir, vinnan tæki sinn tíma en mikilvægt væri að til hennar yrði vandað.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.