Skip to main content

Engar tilkynningar austanlands um tjón vegna rafmagnstruflana

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 03. okt 2024 14:10Uppfært 03. okt 2024 14:12

Rafmagnstruflun sú sem varð á stórum hluta landsins snemma í gær virðist ekki hafa ollið neinu tjóni austanlands samkvæmt upplýsingum frá RARIK. Rafmagnslaust varð þó í allt að klukkustund hjá þeim er fá sitt rafmagn frá aðveitustöð Lagarfossvirkjunar.

Á meðfylgjandi kort má sjá hvar áhrif rafmagnstruflananna urðu klukkan 12.25 í gær í kjölfar útleysingar hjá álveri Norðuráls á Grundartanga. Truflunin víðtæk og þar á meðal á stórum hluta Héraðs, Jökuldals, Hlíðar og á Borgarfirði eystra og hennar varð vart í aðveitustöð RARIK á Eyvindará.

Að sögn Guðrúnar Vöku Helgadóttur, sérfræðings samskipta og samfélagsmála hjá RARIK, hefur ekki verið tilkynnt um neitt tjón af Austurlandi né heldur vandræði vegna spennugæða.

Eyjakeyrslur virkjana í fjórðungnum virðast hafa haldið spennunni stöðugri á þeim svæðum þar sem rafmagn fór ekki, til dæmis á fjörðunum. Við höfum ekki heyrt af neinu tjóni eða frekari vandræðum vegna spennugæða á Austurlandi og er það í samræmi við þær upplýsingar sem við höfum úr kerfinu. Annað hvort sló út, sem kom í veg fyrir tjón, eða eyjakerfi tengd virkjunum tóku við og héldu jafnvægi á kerfinu.

Guðrún segir truflun hafa orðið í aðveitustöðinni við Eyvindará sem dreifir rafmagn til Egilsstaða og sveita norðan Lagarfljóts en líklegt er að íbúar á þeim svæðum hafi einungis upplifað truflun eða blikk í augnablik.

En Lagarfossvirkjun og öll dreifing okkar út frá aðveitustöð þar, sem eru Jökuldalur og út á Borgarfjörð Eystri, varð fyrir rafmagnsleysi í 30-60 mínútur.