Engar tilkynningar austanlands um tjón vegna rafmagnstruflana

Rafmagnstruflun sú sem varð á stórum hluta landsins snemma í gær virðist ekki hafa ollið neinu tjóni austanlands samkvæmt upplýsingum frá RARIK. Rafmagnslaust varð þó í allt að klukkustund hjá þeim er fá sitt rafmagn frá aðveitustöð Lagarfossvirkjunar.

Á meðfylgjandi kort má sjá hvar áhrif rafmagnstruflananna urðu klukkan 12.25 í gær í kjölfar útleysingar hjá álveri Norðuráls á Grundartanga. Truflunin víðtæk og þar á meðal á stórum hluta Héraðs, Jökuldals, Hlíðar og á Borgarfirði eystra og hennar varð vart í aðveitustöð RARIK á Eyvindará.

Að sögn Guðrúnar Vöku Helgadóttur, sérfræðings samskipta og samfélagsmála hjá RARIK, hefur ekki verið tilkynnt um neitt tjón af Austurlandi né heldur vandræði vegna spennugæða.

Eyjakeyrslur virkjana í fjórðungnum virðast hafa haldið spennunni stöðugri á þeim svæðum þar sem rafmagn fór ekki, til dæmis á fjörðunum. Við höfum ekki heyrt af neinu tjóni eða frekari vandræðum vegna spennugæða á Austurlandi og er það í samræmi við þær upplýsingar sem við höfum úr kerfinu. Annað hvort sló út, sem kom í veg fyrir tjón, eða eyjakerfi tengd virkjunum tóku við og héldu jafnvægi á kerfinu.

Guðrún segir truflun hafa orðið í aðveitustöðinni við Eyvindará sem dreifir rafmagn til Egilsstaða og sveita norðan Lagarfljóts en líklegt er að íbúar á þeim svæðum hafi einungis upplifað truflun eða blikk í augnablik.

En Lagarfossvirkjun og öll dreifing okkar út frá aðveitustöð þar, sem eru Jökuldalur og út á Borgarfjörð Eystri, varð fyrir rafmagnsleysi í 30-60 mínútur.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar