Skip to main content

Engar upplýsingar um lögregluaðgerð á Seyðisfirði

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 16. jan 2025 21:51Uppfært 16. jan 2025 22:21

Lögreglan á Austurlandi tjáir sig ekki að svo stöddu um aðgerð sem hefur verið í gangi á Seyðisfirði á síðan í gærkvöldi.


Samkvæmt heimildum Austurfréttar hefur merktur lögreglubíll verið staðsettur utan við einbýlishús í bænum síðan í gærkvöldi. Annar merktur bíll bættist við seinni partinn í dag.

Lögreglan á Austurlandi tjáir sig ekki um málið að svo stöddu.