Engin gisting á Kuldabola

Fjölskyldunefnd Fjarðabyggðar hefur ákveðið að næturgisting verði ekki í boði á Kuldabola, árlegri hátíð félagsmiðstöðvanna í Fjarðabyggð.

Hátíðin hefur verið haldin í Fjarðabyggðarhöllinni og hafa ungmennin gjarnan gist þar. Eftir hátíðina í fyrra kom fram gagnrýni á gistinguna, meðal annars þar sem neyðarútgangar höfðu verið lokaðir.

Fjölskyldunefnd hefur haft fyrirkomulagið til skoðunar í nokkurn tíma. Á fundi nefndarinnar í lok ágúst var rætt um möguleikann á að gista ekki í gjöldum eða færa hana gistinguna yfir í íþróttahúsið á Reyðarfirði.

Þar var jafnframt rætt um að kanna vilja foreldra og forráðamanna barnanna til að taka að sér gæslu á meðan næturgistingunni stæði. Fram kemur að breytingarnar séu vegna krafna um auknar öryggisráðstafanir.

Nú liggur ákvörðun um að ekki verði boðið upp á gistinguna fyrir. Í bókun frá fundi fjölskyldunefndar frá því í síðustu viku segir að aðstæður í höllinni teljist ekki uppfylla nauðsynlegar kröfur um öryggi gesta og ljóst sé að dregið hefði úr þátttöku ef lagt hefði verið upp með næturgistingu.

„Fjölskyldunefnd mun áfram leggja áherslu á að skapa öruggt og skemmtilegt umhverfi fyrir þátttakendur á Kuldabola, án þess að bjóða upp á næturgistingu,“ segir í bókun.

Mynd: Fjarðabyggð

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.