Engin ummerki um ísbjarnarspor þrátt fyrir mikla leit

Lögreglan á Austurlandi telur sig hafa leitað af sér allan grun um að ísbirnir kunni að vera á ferð nærri Laugarfelli á Fljótsdalsheiði.

Erlendir ferðamenn tilkynntu í gær að þeir teldu sig sjá tvo ísbirni í gili nærri Kirkjufossi í Jökulsá í Fljótsdal. Gönguleið er frá gistiskálanum í Laugarfelli niður að fossinum. Ekkert fannst við leit í gær enda tekið að skyggja.

Haldið var áfram í dag með flygildi með öflugri myndavél. Spor ferðafólks voru rakin nákvæmlega og leitað á þeim stað þar sem birnirnir áttu að hafa verið. Í tilkynningu lögreglu segir að engin ummerki hafi verið þar um ísbjarnarspor, sem þó hefðu átt að blasa við ef slík dýr hefðu verið á ferðinni.4

Lögreglan hefur verið í samráði við Náttúrufræðistofnun Íslands við leitina. Að höfðu samráði við hana er talið fullleitað að sinni. Leit verður haldið áfram ef nýjar vísbendingar koma fram.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar