Eskja selur Hafdísi SU

Útgerðarfélagið Eskja á Eskifirði hefur selt línubátinn Hafdísi SU-220. Báturinn er seldur án allra aflaheimilda.

Gengið var frá kaupunum í byrjun september og er kaupandinn Nesver ehf. á Rifi.

Hafdís er 18 brúttótonna, 15,5 metra langur línubátur, smíðaður árið 1999. Skipið hefur veitt bolfisk fyrir Eskju undanfarin ár.

Skipið er selt án aflaheimilda og segir Páll Snorrason, framkvæmdastjóri rekstrar- og fjármálasviðs Eskju, að fyrirtækið hafi undanfarin ár unnið að því að skipta út veiðiheimildum sínum í bolfiski fyrir heimildir í uppsjávartegundum til að styrkja kjarnastarfsemina á Eskifirði. Því stendur ekki til að fá annan línuveiðibát í stað Hafdísar.

Sveitarfélagið Fjarðabyggð kaus að nýta ekki forkaupsrétt sinn að bátnum. Í erindi til sveitarfélagsins kemur fram að borist hafi kauptilboð í Hafdísi upp á 45 milljónir króna.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.