Farþegi með Norrænu handtekinn með fölsuð skilríki

Lögreglan á Austurlandi handtók einn farþega fyrir að framvísa fölsuðum skilríkjum og vísaði öðrum úr landi þegar ferjan kom til Seyðisfjarðar á þriðjudagsmorgun.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni í dag.

Í ljós kom að skilríkin sem farþeginn framvísaði voru stolin og breytt. Hann var í gær dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi. Hann óskaði síðan eftir hæli hérlendis og er mál hans komið í ferli.

Hinn aðilinn hafði verið vísað af Schengen-svæðinu áður og því vísað til baka til Danmerkur. Hann var settur í umsjá ferjunnar og bannað að fara í land hérlendis.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.