Finnst ólíklegt að flugumaðurinn hafi verið á Vaði

markkennedy.jpgGréta Ósk Sigurðardóttir, húsfreyja á Vaði í Skriðdal, telur ólíklegt að breski flugumaðurinn Mark Kennedy hafi verið meðal mótmælenda sem gistu um tíma á túni á jörðinni sumarið 2005.

 

„Ég man ekki eftir þessum manni. Mér finnst ekki líklegt að hann hafi verið hér,“ sagði Gréta í samtali við Agl.is.

Saving Iceland samtökin hafa staðfest að Kennedy, sem ferðaðist undir nafninu Mark Stone, hafi sumarið 2005 tekið þátt í mótælum hérlendis gegn stóriðjuframkvæmdum á Austurlandi. Hópurinn dvaldi fyrst inni við Kárahnjúka en flutti sig síðan yfir í Skriðdal.

Kennedy sigldi undir fölsku flaggi í hópi umhverfismótmælenda í sjö ár en hann var í raun lögreglumaður.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar