Fjarðabyggð endurnýjar ekki samninga við Íslenska gámafélagið

Fjarðabyggð tilkynnt að sveitarfélagið hyggist ekki endurnýja samning um sorphirðu við Íslenska gámafélagið sem rennur út um áramót. Breytingar eru á döfinni í sorphirðumálum sveitarfélagsins.

Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri vildi lítið tjá sig um málið að svo stöddu. „Það er rétt að verið er að vinna í úrgangsmálum hjá okkur og við kynnum það um leið og kemur meiri mynd á þá vinnu,“ segir hann.

Fjallað er um málið í fundargerðum sveitarstjórnarinnar. Þar segir m.a. í nefndarbókun að lögð voru fram drög að minnisblaði sviðsstjóra framkvæmdasviðs um heimsókn til Terra ásamt tillögum að framtíðarskipulagi sorpmiðstöðvar Fjarðabyggðar, dagsett 17. september 2020.

„Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir drögin og tillögur í þeim og felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að vinna málið áfram og leggja fyrir nefndina að nýju.“ segir einnig.


Mynd: Gámafélagið.is

Í fyrstu útgáfu fréttarinnar var sagt að Fjarðabyggð hefði sagt upp samningnum en hið rétta er að hann verður ekki endurnýjaður.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.